Skip to main content

Fréttir

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum

Alþjóðlega sumarskólanum í handritafræðum lýkur í dag en hann hófst 30. júlí. Þátttakendur eru 52 og koma frá 13 löndum, flestir frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeim er skipt í þrjá hópa eftir kunnáttu en allir hafa þeir stundað nám í miðaldafræðum. Auk þess að nema handritafræði gefst nemendum tækifæri til að heimsækja menningarstofnanir og skoða sig um á sögustöðum. Þetta er tólfta ár sumarskólans en annað hvert ár er kennt í Reykjavík.

Næsta sumar fer kennslan fram í Kaupmannahöfn. Handritaskólinn er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn í samvinnu við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og háskólana í Tübingen, Zürich og Cambridge. Nánari upplýsingar má fá á vefnum:

 

Alþjóðlegi sumarskólinn í handritafræðum 2015. Margrét Eggertsdóttir tók myndina.

 

Alþjóðlegi sumarskólinn í handritafræðum 2015. Margrét Eggertsdóttir tók myndina.