Skip to main content

Fréttir

Ályktun Málnefndar um íslenskt táknmál

 

Þann 7. júní ár hvert ályktar Málnefnd um íslenskt táknmál um stöðu málsins. Ályktun nefndarinnar í ár má lesa hér fyrir neðan en skýrsluna í heild sinni má nálgast á táknmáli og í pdf skjali á íslensku og á ensku:

 

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál í heild sinni (á táknmáli)

 

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál í held sinni (pdf, 1 mb)

 

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál á ensku (pdf, 1 mb)

 

Ályktun nefndarinnar er svohljóðandi:

Íslenska táknmálið (ÍTM), eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, er í útrýmingarhættu þar sem við blasir að allir með móðurmálsfærni á ÍTM hverfi af sjónarsviðinu án þess að nýir bætist við. Málnefnd um íslenskt táknmál lítur stöðu ÍTM alvarlegum augum og hvetur stjórnvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að snúa þessari þróun við tafarlaust.

Mikilvægasti þátturinn í því að tungumál haldi lífskrafti sínum er að það færist á milli kynslóða. Það gerist ekki nema ungir málnotendur læri málið í uppvextinum. Hvað ÍTM varðar er í því sambandi grundvallarforsenda að öll heyrnarskert, heyrnarlaus og daufblind börn, sem og börn döff foreldra, hafi óhindraðan aðgang að ÍTM og málsamfélagi þess. Aðrir mikilvægir þættir, sem ráða því hvort tungumál lifir eða deyr út, eru (a) notkunarsvið tungumálsins (mikilvægt er að hægt sé að nota tungumálið við allar aðstæður sem þörf krefur), (b) afstaða samfélagsins til tungumálsins, (c) magn og gæði gagna um málið og á málinu, (d) heildarfjöldi þeirra sem kunna málið og fyrst og fremst þeirra sem hafa móðurmálsfærni í því og (e) stefna stjórnvalda (hvort stjórnvöld styðja við bakið á málsamfélaginu, láta reka á reiðanum eða jafnvel vinna gegn því).

Samkvæmt lögum nr. 61/2011 ber íslenskum stjórnvöldum að hlúa að og styðja ÍTM. Staða ÍTM er afleit í dag, fjórum árum eftir setningu laganna.

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál í heild sinni (á táknmáli)

 

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál í held sinni (pdf, 1 mb)

 

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál á ensku (pdf, 1 mb)