Skip to main content

Fréttir

Ánægja með þjónustu Árnastofnunar

Síðastliðið sumar voru birtar niðurstöður úr árlegri könnun Stjórnarráðsins á þjónustu stofnana ríkisins.

Að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins voru 73% þátttakenda í könnuninni ánægðir með þjónustuna. Tæplega 5.000 notendur tóku þátt í henni og var spurt um heildaránægju í fjórum þáttum – þjónustu, viðmóti, hraða og áreiðanleika.

Niðurstöður voru á þá leið að heildaránægja með þjónustu allra stofnana var 33% mjög góð, 41% frekar góð, 19% hvorki né, 5% frekar slæm og 2% mjög slæm.

Niðurstöður hjá Árnastofnun varðandi heildaránægju á þjónustu var á þessa leið: 62% mjög góð, 32% frekar góð og 6% hvorki né.

""

Sjá nánar um könnunina á vef Stjórnarráðsins.