Skip to main content

Fréttir

Dagur íslenska táknmálsins

Frá degi íslenska táknmálsins.

Degi íslenska táknmálsins var fagnað í þriðja sinn 11. febrúar síðastliðinn. Í tilefni dagsins stóð málnefnd um íslenskt táknmál, í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Félag heyrnarlausra, fyrir afar vel sóttri menningarhátíð í Tjarnarbíói. Á hátíðinni komu fram ýmsir listamenn úr táknmálssamfélaginu hér á landi og sýndu hin ýmsu listform sem tengjast döff og íslensku táknmáli. Á vefnum SignWiki má finna myndbandsupptökur af nokkrum atriðum sem sýnd voru á menningarhátíðinni.

(Tillkynning frá málnefnd um íslenskt táknmál)