Skip to main content

Fréttir

Dagur íslenska táknmálsins

 

Katrín Jakobsdóttir fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra myndar táknið menning.

 

Mánudaginn 11. febrúar verður dagur íslenska táknmálsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Í tilefni af því efna Rannsóknastofa í táknmálsfræðum og málnefnd íslenska táknmálsins til málþings um málumhverfi heyrnarlausra barna á Íslandi. Þingið verður haldið í stofu 101 í Odda og hefst kl. 15:00.

Málstofustjórar Júlía G. Hreinsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir

    15:00 Kynning og setning: Málstofustjórar kynna dagskrána. Vigdís Finnbogadóttir verndari norrænna táknmála setur málþingið. Börn úr leikskólanum Sólborg flytja lög.
    15:15 Ávarp Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.
    15:30 Sigríður Sigurjónsdóttir: Ljáðu mér eyra eða auga: Áhrif málumhverfis á málþroska barna.
    16:00 Nemandi úr Hlíðaskóla flytur ljóð.
    16:05 Nedelina Ivanova: Málumhverfi heyrnarlausra barna: fræðin og reynslan.
    16:30-16:50 Kaffihlé.
    16:50 Júlía G. Hreinsdóttir: Döff- þjóð án landamæra.
    17:00 Hjördís Anna Haraldsdóttir: Á táknmál erindi í skólastofu? Staða táknmálsins í grunnskóla í gegnum tíðina.
    17:30 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Arnar Ægisson: Táknmál er okkar hjartans mál.
    17:55 Arnar Ægisson: Döff menningaratriði - hundurinn.
    18:00 Málþingi lýkur.

Haldið verður upp á dag íslenska táknmálsins með margvíslegum hætti. Hægt er að nálgast kynningarefni á signwiki.is, þekkingarbrunni um íslenskt táknmál.