Arngrímsgata 5, öðru nafni Edda, hlaut í gær viðurkenningu borgaryfirvalda sem fyrirmyndarlóð. Verðlaunin voru veitt fyrir vandaða og vel hirta lóð í flokki stofnanalóða.
Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt tók á móti viðurkenningunni í Höfða en hún hannaði umhverfi byggingarinnar.
Í umsögn um lóðina segir:
„Nýleg stofnanalóð þar sem sérstakt samspil byggingar og umhverfis skapar heildræna upplifun. Vatn með líparítið í botninum umlykur húsið og myndar sterk tengsl við íslenska náttúruna. Hringlaga cortensen stálhringir móta aðkomuna beggja vegna í hellulögn, skapa tengsl við líparítið og skapa heildarsýn sem flæðir út í göturýmið. Verönd er aðgengileg frá byggingu og flýtur á vatninu sem skapar fallegt uppbrot frá mismunandi sjónarhornum. Lóðin er með fallegri lýsingu, bekkjum og aðgengileg. Aðkoma inn í bílastæðakjallara er vel leyst með girðingu og gróðri beggja megin og hún fellur vel inn í umhverfi sitt og verður hluti af heildarsamhenginu.“
Við óskum Ragnheiði til hamingju með þessa viðurkenningu!
