Skip to main content

Fréttir

Elizabeth Walgenbach ráðin í rannsóknarstöðu Árna Magnússonar

Elizabeth Walgenbach hefur verið ráðin til að gegna rannsóknarstöðu Árna Magnússonar til tveggja ára. Hún mun rannsaka lagahandrit fjórtándu aldar og þá sérstaklega kristinrétt Árna Þorlákssonar.

Elizabeth lauk doktorsprófi í miðaldafræði við Yale Háskóla, meistaragráðu við Háskólann í Toronto og BA-prófi við Cornell Háskóla. Doktorsverkefni hennar „Outlawry as Secular Excommunication in Medieval Iceland“ fjallar um tengsl á milli bannfæringar og útlegðar í íslenskum heimildum, einkum lagatextum og samtíðarsögum. Elizabeth hefur birt greinar um friðhelgi kirkjunnar. Hún hefur einnig unnið mikið með lagatexta kirkjunnar í handritum, t.d. sem aðstoðarmaður Anders Winroth við nýja útgáfu á Gratian’s Decretum.

Elizabeth hóf störf í byrjun september og mun hafa aðstöðu í Árnagarði. Hún er boðin velkomin í starfsmannahóp stofnunarinnar.