Skip to main content

Fréttir

Ellert Þór Jóhannsson tekur til starfa

Ellert Þór Jóhannsson hóf störf sem rannsóknarlektor á orðfræðisviði stofnunarinnar 6. apríl 2021. Viðfangsefni rannsókna hans eru einkum á sviði orðabókarfræða með áherslu á íslenska málsögu, sögu íslensks orðaforða og sögulega beygingar- og orðmyndunarfræði. 

Undanfarin ár hefur Ellert gegnt stöðu ritstjóra við fornmálsorðabókina í Kaupmannahöfn, Ordbog over det norrøne prosasprog / A dictionary of Old Norse Prose (ONP) við Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab við Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann hefur sinnt ritstjórnarstörfum og unnið við ýmis verkefni sem tengjast stafrænni útgáfu ONP og aðgangi að gagnasöfnum orðabókarinnar á netinu.