Skip to main content

Fréttir

Evrópsk MA-ritgerðasamkeppni EFNIL

EFNIL

Samtökin EFNIL (European Federation of National Institutions for Language) standa árlega að evrópskri samkeppni þar sem höfundar MA-ritgerða geta keppt um peningaverðlaun.

Ritgerðirnar eiga að vera innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi. Ritgerðirnar geta snúist um hvaða tungumál sem er innan Evrópu, eitt eða fleiri. Ritgerðirnar mega vera skrifaðar á hvaða evrópskri þjóðtungu sem er (ritgerð á íslensku ætti sem sé jafna möguleika og ritgerð á t.d. ensku eða þýsku).

Möguleika á verðlaununum 2024 eiga ritgerðir sem lokið er, og háskólar hafa tekið gildar og gefið einkunn fyrir, árið 2023, eða fram til 15. janúar 2024. Miðað er við að veita allt að þrenn verðlaun. Veittar eru 1.500 evrur fyrir hverja verðlaunaritgerð, auk boðs um fyrirlestur og birtingu á grein.  

Þetta er í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Verðlaun ársins 2023 voru veitt í Ljubljana í október sl.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2024. Sjá nánar um kröfurnar á heimasíðu EFNIL