Skip to main content

Fréttir

Fræðarar á ferð á ný

Mynd: Sigurður Stefán Jónsson

Fræðarar verkefnisins Handritin til barnanna hafa enn á ný lagt land undir fót eftir að hafa gert hlé á skólaheimsóknum á meðan samkomutakmarkanir voru sem harðastar.

Fræðarar með nemendum úr Vesturbæjarskóla í Reykjavík
Mynd: Eva María Jónsdóttir

Í síðustu viku heimsóttu þeir nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Í þessari viku ferðast þeir um Suðurland og fram undan er ferð um hluta Norðurlands.

Hvarvetna er þeim Jakobi Birgissyni og Snorra Mássyni vel tekið af nemendum og kennurum. Fræðslu þeirra er m.a. ætlað að virkja nemendur til þess prófa að útbúa eigið handrit og tjá hugmyndir sínar í rituðu máli.

Hægt er að kynna sér verkefnið Handritin til barnanna hér.