Skip to main content

Fréttir

Fundur íslenskukennara erlendis haldinn í Norræna húsinu 2021

Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis var haldinn 20.–21. júlí í Norræna húsinu í Reykjavík. Rætt var m.a. um hvernig tekist hefur til við að kenna íslensku á tímum COVID-19-faraldursins. Einnig var rætt um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2020−2021 var kynnt.

Samhliða fundi íslenskukennara var haldið málþing um íslenskukennslu á tímum COVID-19-faraldursins. Þinginu var streymt og voru erindi flutt bæði af íslenskum og erlendum fyrirlesurum frá Háskóla Íslands og háskólum í Póllandi og Austurríki.