Skip to main content

Fréttir

Fundur Nafnfæðifélagsins: Fjársjóður örnefna

Laugavegurinn.

 

Nafnfræðifélagið heldur fyrri fræðslufund misserisins laugardaginn 30. september nk. kl. 13.15 í stofu 106 í Odda.  Þá flytur Emily Lethbridge, rannsóknarlektor  á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fyrirlestur sem hún nefnir


Fjársjóður örnefna. Staðanöfn í fornsögum.


Örnefni í sögunum eru mörg og fela í sér mikla möguleika á rannsóknum af ýmsum toga. Í Icelandic Saga Map gagnagrunninum eru nú þegar rúmlega 3,000 færslur, en þær innihalda staðanöfn sem koma fram í Íslendingasögunum, Sturlunga sögu (í vinnslu) og Landnámabók en einnig í ferðabókum ‘sagna-pílagríma’ frá 19. öldinni. Í erindinu verður sagt frá þessum gögnum, ásamt hugleiðingum um merkingu þeirra, og hugmyndum um rannsóknir í framtíðinni.

 

Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum opinn.