Skip to main content

Fréttir

Gjöf frá Minnesota

Ann McKinley frá Minnesota heimsótti Árnastofnun í dag og færði stofnuninni að gjöf rímnahandrit fyrir hönd Greg Gudbjartsson bróður síns. Skrifari handritsins var afi þeirra Dagbjartur Guðbjartsson (1889–1970) sem bjó í Akra í Norður-Dakóta. Dagbjartur fór til Vesturheims árið 1911 frá Breiðuvík í Rauðasandshreppi og dvaldi fyrst í Winnipeg þar sem móðurbróðir hans, Nikulás Össurarson, bjó.

Handritið geymir Völsungsrímur Árna Böðvarssonar sem ortar voru árið 1758 en samkvæmt skrifaraklausu Dagbjarts skrifaði hann upp rímurnar nákvæmlega tveimur öldum síðar, þ.e. 1958. Dagbjartur var merkur skrifari vestanhafs og mikill rímnamaður en um hann má lesa nánar í handritapistli um SÁM 176.

Örn Arnar, Katelin Parsons, Ann McKinley, Guðrún Nordal, Kristín Benediktsdóttir

Örn Arnar, ræðismaður Íslands í Minnesota, var einnig með í för.