Skip to main content

Fréttir

Greinakall - Gripla 2021

Ritstjórn tímaritsins Griplu, sem gefið er út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, langar að minna á skilafrest greina sem er til 1. apríl fyrir þær greinar sem verða birtar í heftinu fyrir árið 2021. Greinar má senda á gisli.sigurdsson@arnastofnun.is eða annette.lassen@arnastofnun.is.

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út í desember á hverju ári. Tímaritið er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og stuttar fræðilegar athugasemdir (sem eru ekki ritrýndar). Ritdómar um bækur eru ekki birtir í Griplu og heldur ekki þýðingar á miðaldatextum nema þær fylgi útgáfu textans á frummáli. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku. 
Gripla hefur verið skráð í Arts and Humanities Citation Index-gagnagrunninn sem tekinn er saman hjá Thomson Reuters og er metin til hæstu stiga (15) innan matskerfis Háskóla Íslands. Aðsendar greinar verða sendar í ritrýni og miðað er við að höfundum verði svarað í byrjun júní.

Nánari upplýsingar um tímaritið svo og leiðbeiningar um frágang greina má finna hér:

https://www.arnastofnun.is/is/leidbeiningar-um-skil-og-fragang-greina