Skip to main content

Fréttir

Guðrún Nordal valin í Norsku vísindaakademíuna

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands, hefur nú verið kjörin í Norsku vísindaakademíuna. Hún er meðal 6 erlendra fræðimanna sem valdir voru í ár.

Akademían kemur fram fyrir hönd norskra vísinda gagnvart erlendum vísindafélögum og alþjóðasamtökum, heldur alþjóðlegar ráðstefnur, veitir viðurkenningar og verðlaun svo eitthvað sé nefnt. Norska vísindaakademían var stofnuð árið 1857 og er því rúmlega 160 ára gömul. Henni er skipt í tvær deildir, stærðfræði- og náttúruvísindi og hug- og félagsvísindi en Guðrún var valin í þá síðarnefndu.

Hér má sjá heimasíðu Norsku vísindaakademíunnar.