Skip to main content

Fréttir

Handritasmiðja í Bókasafni Mosfellsbæjar

Laugardaginn 18. september var sett upp handritasmiðja í Bókasafni Mosfellsbæjar undir stjórn Soffíu Guðnýjar Guðmundsdóttur handritafræðings. Þar var meðal annars hægt að virða fyrir sér helstu tól til bókagerðar, blekgerðar og vinnslu litarefnis sem og verkfæri skrifara á miðöldum. Flest börnin biðu þó stóreyg og spennt eftir því að fá tækifæri til að skrifa með fjaðurpenna á alvöru pergament. Soffía og Fjóla Kristín Guðmundsdóttir sýndu gestum og gangandi nokkrar gerðir fjaðra sem notaðar voru til skrifta á miðöldum og hvernig best væri að skrifa á skinnið. Um þrjátíu manns litu við í handritasmiðjunni en margir sátu lengi við og spreyttu sig á ýmiss konar listsköpun með fjaðurpennanum.