Skip to main content

Fréttir

Handritasyrpa til heiðurs Sigurgeiri

Út er komin bókin Handritasyrpa, rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013. Í bókina skrifa vinir og samstarfsmenn Sigurgeirs greinar sem allar fjalla um handrit á einn eða annan hátt. Ritstjóri er Rósa Þorsteinsdóttir en með henni í ritnefnd voru Guðvarður Már Gunnlaugsson og Margrét Eggertsdóttir.

Efnisyfirlit:

  • Jónas Kristjánsson: Sigurgeir Steingrímsson
  • Vésteinn Ólason: „til Fædrenelandets og Publici Nytte“: Um erfðaskrá Árna Magnússonar og arfleifð hans
  • Már Jónsson: Raunir handritasafnarans: Vestfjarðaleiðangur Árna Magnússonar sumarið 1710
  • Guðrún Ása Grímsdóttir: Ofurfjöldi skjala: Smáræði um skjalasöfnun Árna Magnússonar
  • Svanhildur Óskarsdóttir: Flateyjarbækur: Af Guðrúnu Ögmundsdóttur og öðrum bókavinum Árna Magnússonar í Flatey
  • Margrét Eggertsdóttir: Handrit og hannyrðir á Hólum og í Gröf
  • Guðrún Ingólfsdóttir: Elínarbók: AM 67 8vo, AM 716 f 4to, AM 717 c 4to, AM 717 f α 4to og AM 717 g 4to
  • Guðvarður Már Gunnlaugsson: Brot íslenskra miðaldahandrita
  • Guðrún Nordal: Hrynmerki eða greinarmerki? Um punktasetningu í fjórtándu aldar handritum
  • Yelena Sesselja Helgadóttir: Dæmigerð þulusending í Árnasafni
  • Guðbjörg Kristjánsdóttir: Fyrirmyndabókin Physiologus (AM 673 a II, 4to)
  • Haraldur Bernharðsson: Skrifari Skarðsbókar postulasagna: Nokkrar athuganir á skriftarþróun
  • Rósa Þorsteinsdóttir: Ævintýri, þýdd og sögð: Ævintýraþýðingar Steingríms Thorsteinssonar í Lbs 1736 4to
  • Sverrir Tómasson: Tilraun til útgáfu: Snorra Edda Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
  • Peter Springborg: Tre betragtninger over Arne Magnussons håndskrifter: I anledning af to fødselsdage
  • Örn Hrafnkelsson: handrit.is – rannsóknargagnagrunnur og samskrá um íslensk og norræn handrit
  • M. J. Driscoll: A brief history of manuscript cataloguing, electronic and otherwise

 

Handritasyrpa, kápumynd. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.