Skip to main content

Fréttir

Íslensk-ensk orðabók hlýtur styrk úr Áslaugarsjóði

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, og Þórdís Úlfarsdóttir
Ljósm.: Kristinn Ingvarsson

Þórdís Úlfarsdóttir, orðabókarritstjóri á Árnastofnun, hlaut framhaldsstyrk úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til að halda áfram vinnu við gerð íslensk-enskrar veforðabókar. Þórdís hefur áralanga reynslu af gerð veforðabóka og í kringum þá vinnu hafa orðið til fjölbreytt tungumálagögn sem eru nú notuð á nýjan hátt við gerð orðabókarinnar. Notast er við máltæknilegar aðferðir og vélþýðingar til að fá fram enska markmálið, bæði stök orð og þýðingar á dæmum og orðasamböndum. Fyrir tilstilli tækninnar geta starfsmenn verkefnisins nú unnið það mun hraðar en áður hefur verið hægt. Þessi aðferð hefur ekki verið reynd áður við gerð orðabóka á íslensku en hún hefur nú þegar skilað af sér afar áhugaverðum niðurstöðum.

Starfsmenn verkefnisins eru Björn Halldórsson og Max Naylor. Steinþór Steingrímsson sér um tæknilega vinnu. Þórdís Úlfarsdóttir er aðalritstjóri.