Skip to main content

Fréttir

Íslensk stafsetningarorðabók með eigin vefsíðu

Íslensk stafsetningarorðabók (ÍS) er komin með eigin vefsíðu. Áður var bókin aðeins aðgengileg innan vefgáttanna málið.is og snara.is.

Ýmsar nýjungar í birtingu efnis eru á hinni nýju vefsíðu: efnisflokkar, orðskipting, sýnd er merking og uppruni vandritaðra orða og framsetningin er tengd náið við ritreglur Íslenskrar málnefndar. Ef ritun orðs tengist grein í reglunum er hægt að ýta á númer hennar og opnast þá viðeigandi ritregla í ramma. Sjá til dæmis hér.

Nánar má lesa um verkið og sögu orðabókarinnar hér.

Íslensk stafsetningarorðabók (áður Stafsetningar-orðabókin) er opinber réttritunarorðabók um íslensku. Hlutverk hennar er að leiðbeina um rithátt og beygingar í samræmi við hefðbundin viðhorf um vandað ritmál. Fyrsta útgáfa orðabókarinnar (Dóra Hafsteinsdóttir (ritstj.) 2006. Stafsetningarorðabókin. Rit Íslenskrar málnefndar 15 var unnin á Íslenskri málstöð en Árnastofnun hefur séð um orðabókina síðan 2006.

Ritstjóri ÍS er Jóhannes B. Sigtryggsson rannsóknarlektor á málræktarsviði Árnastofnunar. Trausti Dagsson, verkefnisstjóri í upplýsingatækni á stofnuninni, skipulagði notendaviðmótið ásamt ritstjóra og hannaði vefsíðuna.