Skip to main content

Fréttir

Kaupmannahafnarháskóli óskar eftir doktorsnemum

Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab við Kaupmannahafnarháskóla óskar eftir doktorsnemum.

Doktorsverkefnin þurfa að tengjast rannsóknarsviði stofnunarinnar, en á þessu ári er sérstakur forgangur gefinn rannsóknum á eftirtöldum sviðum: mállýskufræði, nafnfræði, handritafræði, máltileinkun/danska sem annað tungumál, máltækni og kynjafræði. Aðrar tillögur að rannsóknum eru teknar til greina ef þær tengjast faglegri starfsemi deildarinnar.

Áætlað er að doktorsnemi hefji störf 1. september 2021.

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2021.

Sjá nánar hér.