Skip to main content

Fréttir

Konur og trú á Norðurlöndunum

Kápa tímaritsins Women's Writing
Routledge

Í nýju sérhefti af tímaritinu Women's Writing eru greinar um konur og trú á Norðurlöndunum frá ýmsum sjónarhornum. Í ritinu fjallar:

Gestaritstjórar eru Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, og Anna Bohlin, prófessor í Bergen.

Greinarnar eru allar aðgengilegar á heimasíðu tímaritsins.

Annað hefti árið 2026

Þetta er fyrra heftið af tveimur. Seinna heftið kemur út í byrjun næsta árs og þar verða greinar um kvennabaráttu, trúmál og trúarlegan kveðskap, einkum í Finnlandi og Svíþjóð – en líka á Íslandi því að þar birtir Guðrún Ingólfsdóttir grein um Kristínu Guðmundsdóttur (1859–1901), líf hennar og skáldskap.

Mynd á kápu tímaritsins

Myndin tengist grein eftir Þórunni Sigurðardóttur en hún fjallar um kvæði eftir Helgu Jónsdóttur sem er á myndinni ásamt seinni eiginmanni sínum, Þorsteini Geirssyni.

Í heftinu er fjallað dálítið um hlutverk prestkonunnar en því fylgdi ákveðið vald og tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Myndin er birt með leyfi Þjóðminjasafns Íslands.

Helga Jónsdóttir og Þorsteinn Geirsson
Þjóðminjasafn Íslands