Skip to main content

Fréttir

Krakkavefur

krakkavefur

Árnastofnun hefur látið hanna sérstakan vef sem hugsaður er fyrir börn og ungmenni: krakkar.arnastofnun.is. Vefsíðan er lauslega byggð á vefnum handritinheima.is sem hefur um tveggja áratuga skeið verið notaður til kennslu á ýmsum skólastigum. Kolofon sá um hönnun vefsins, Trausti Dagsson, verkefnisstjóri í upplýsingatækni, sá um forritun og Snorri Másson og Jakob Birgisson sáu um efnisvinnslu auk Svanhildar Maríu Gunnarsdóttur sem vann að frágangi textans og prófarkalestri. Þeir Snorri og Jakob voru sumarstarfsmenn á stofnuninni í sumar, sá fyrrnefndi á styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Til að byrja með fjallar vefurinn helst um handritin og Árna Magnússon en með tíð og tíma er ætlunin að auka við efni hans svo allir finni þar eitthvað við sitt hæfi í formi fræðslu, leikja, afþreyingar og sagnastunda.

Vefurinn er sérstaklega nytsamlegur í tengslum við fræðsluverkefnið Handritin til barnanna sem nú er í gangi og styrkt var af Barnamenningarsjóði og stýrt er af Evu Maríu Jónsdóttur. Vefsíðugerðin var einnig styrkt af Þróunarsjóði námsgagna.