Skip to main content

Fréttir

Kvikmyndagerðarfólk í heimsókn í Árnagarði

Rane Willerslev, forstöðumaður danska þjóðminjasafnsins, heimsótti Árnastofnun á dögunum í tengslum við upptökur á dönsku heimildarmyndinni Togtet.

Með í för voru Thomas Luffe Holm frá Nordisk Film og tökufólk á þess vegum. Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar og Annette Lassen rannsóknardósent fræddu gesti sérstaklega um Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu sem þeir fengu að skoða í handritunum GKS 1005 fol. og AM 557 4to.