Skip to main content

Fréttir

Lausar stöður: fjármálastjóri og sérfræðingur í fjármáladeild

Árnastofnun óskar eftir að ráða fjármálastjóra og sérfræðing í fjármáladeild.

Fram undan eru miklar breytingar hjá stofnuninni og er leitað að öflugum, drífandi og framsæknum einstaklingum sem hafa metnað og vilja til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á líflegum vinnustað í húsi íslenskunnar. Við ráðningar í störf hjá Árnastofnun er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

 

Fjármálastjóri

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Uppgjör og regluleg upplýsingagjöf um fjárreiður.
  • Áætlanagerð, markmiðasetning og eftirlit með árangri.
  • Úttekt á stöðu stofnunarinnar í samræmi við lög um opinber fjármál.
  • Umsjón með bókhaldi og reikningshaldi.
  • Umsjón með launavinnslu.


Hæfniskröfur

  • Háskólapróf á sviði viðskiptafræði eða hliðstætt próf sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og/ eða þekking af reikningshaldi og rekstri.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og drifkraftur.
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli.
  • Reynsla og þekking á rekstri ríkisstofnana er kostur.

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar nk.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og félags háskólakennara hafa gert, um er að ræða 100% starf með sveigjanlegum vinnutíma. 

Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Við hvetjum metnaðarfulla einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Nánari upplýsingar á vinnvinn.is. Sækja um starf.

 

 

Sérfræðingur í fjármáladeild

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í fjárhagsbókhaldi og rekstraruppgjöri.
  • Umsjón með greiðslubeiðnum og innkaupum á rekstrarvörum.
  • Umsjón með tímaskráningu.
  • Aðkoma að rekstraráætlanagerð. 
  • Uppgjör og önnur verkefni á fjármálasviði.
  • Aðstoð við starfsmenn vegna ferðabókhalds og rannsóknartengdra verkefna.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann.


Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af bókhaldi og verkefnum tengdum fjármálum.
  • Þekking á viðskiptakerfum er kostur.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt.

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar nk.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og félags háskólakennara hafa gert, um er að ræða 100% starf með sveigjanlegum vinnutíma. 

Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Við hvetjum metnaðarfulla einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Nánari upplýsingar á vinnvinn.is. Sækja um starf.

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag og heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á. Hús íslenskunnar verður vígt í vor og við það skapast ný tækifæri og uppbygging á nýjum stað.