Skip to main content

Fréttir

Lorenzo Gallo á málstofu


Málstofa með Lorenzo Gallo var haldin föstudaginn 22. september.

 

Lorenzo Lozzi Gallo við Háskólann í Messina á Ítalíu hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði sem styrkþegi Snorra Sturlusonar.

 

Lorenzo er um þessar mundir að rannsaka Íslendingabók og Landnámu og vinnur nú að þýðingu og skýringum þessara verka fyrir ítalska lesendur. Stefnt er að því að útgáfan nýtist bæði fræðimönnum og ítölskum almenningi. Sérstök áhersla verður lögð á frásagnir af kristnitökunni og samband Íslands við önnur Evrópulönd.