Skip to main content

Fréttir

Málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ

Nýi-Garður Háskóli Íslands.

 

Ingunn Hreinberg er framsögumaður í málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ föstudaginn 11. apríl. Lýsing hennar á efninu er hér fyrir neðan.

Málvísindakaffið verður að venju kl. 11.45-12.45 í st. 301 í Nýja-Garði.

Ingunn Hreinberg:

Nýlegar rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að hamla ákveðins nafnliðar sé að veiklast í máli ungs fólks í dag og að mögulegt samband sé á milli veiklunar ákveðnihömlunnar og nýju setningagerðarinnar. Í erindinu verður fjallað um þolmörk ákveðnihömlunnar í nútímamáli og hugsanlegar ástæður fyrir veiklun hennar. Kynnt verða gögn úr könnun á mati ungmenna á setningum með nýju setningagerðinni og setningum sem brjóta hömlu ákveðins nafnliðar. Til samanburðar verður skoðað mat eldri málhafa á sömu setningum.