Skip to main content

Fréttir

Matur og menning

Ísland er í brennidepli í þættinum „Anne og Anders på sporet af det tabte land˝ (3:4) þar sem fjallað er um mat og menningu hér á landi. Þáttastjórnendur kynna sér íslenska menningu, skoða náttúruna og elda mat úr íslensku hráefni. Annar stjórnendanna, Anders, ræðir m.a. við Vigdísi Finnbogadóttur (á 15. mínútu) áður en þau rölta yfir í Árnagarð þar sem Margrét Eggertsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson, á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sýna handrit.

Horfa má á þáttinn á vef danska ríkissjónvarpsins.

 

http://www.dr.dk/tv/se/dr2-tema/dr2-tema-anne-og-anders-pa-sporet-af-det-tabte-land-3-4#!/.