Skip to main content

Fréttir

Mikil þátttaka í nafnasamkeppni um hús íslenskunnar

Hús íslenskunnar
Edda
Ljósm.: SSJ

Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands efndu til nafnasamkeppni meðal almennings um hús íslenskunnar. Frestur til að taka þátt rann út 1. mars og höfðu þá borist tillögur frá hátt í 3.400 þátttakendum svo að nærri lætur að eitt prósent landsmanna hafi tekið þátt í samkeppninni. Niðurstaða verður tilkynnt á vígsludegi hússins 19. apríl næstkomandi.