Skip to main content

Fréttir

Nordkurs í fjarnámi

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur árlega sumarnámskeið í íslensku fyrir erlenda nemendur. Vegna COVID-19 -araldursins var brugðið á það ráð að halda íslenskunámskeið á netinu. Námskeið fyrir Nordkurs-nemendur hófst 8. júní. Að þessu sinni eru 27 nemendur skráðir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Nokkrir þeirra nemenda sem skráðir eru hafa tekið þátt í Nordkurs áður og eru mjög hrifnir af þessu nýja fyrirkomulagi en hyggjast koma til landsins þegar tök eru á því.