Skip to main content

Fréttir

Nýir styrkþegar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir árlega nokkra erlenda afburðanemendur til náms í íslensku sem öðru máli. Alþjóðasvið Árnastofnunar heldur utan um þessa styrkþega frá umsókn að útskrift. Að þessu sinni voru níu styrkþegar sem hófu nám í haust frá jafnmörgum löndum (Litháen, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Póllandi, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu og Bandaríkjunum). Sex nemendur fengu framhaldsstyrk til áframhaldandi náms. Alls eru hér fimmtán nemendur frá 11 löndum.

Hópurinn kom saman í lok september í Þingholtsstræti þar sem tekið var vel á móti þeim og fólk gerði sér glaðan dag. Var þessi mynd tekin af því tilefni.