Skip to main content

Fréttir

Nýr bókasafns- og upplýsingafræðingur tekur til starfa

Um miðjan febrúar hóf Guðný Ragnarsdóttir störf við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún tekur við af Ólöfu Benediktsdóttur sem hefur verið bókavörður við stofnunina um langt árabil við góðan orðstír en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. 

 

Áður starfaði Guðný í 19 ár hjá upplýsinga- og rannsóknarþjónustu Alþingis. Þá hefur hún einnig víðtæka reynslu af skjalastjórnun, kennslu og leiklist.

 

Guðný lauk diplómanámi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún er jafnframt MSc Econ í stjórnun bókasafna- og upplýsingamiðstöðva frá Háskólanum í Wales, Aberystwyth og BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk einnig prófi frá leiklistarskólanum Bristol Old Vic Theatre School árið 1986.

 

Guðný Ragnarsddóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur.