Skip to main content

Fréttir

Nýr forvörður

Vasarė Rastonis hefur verið ráðin forvörður við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Alls sóttu tólf forverðir um starfið, allir erlendir. Fimm umsækjendur voru boðaðir í viðtal sem fór fram gegnum Skype-forritið.

Vasarė er Bandaríkjamaður af litáískum uppruna. Hún lauk BA-prófi í listfræði frá Northwestern-háskólanum í Evanston, Illinois, en nam síðan bókband og forvörslu við North Bennet Street-skólann í Boston og hefur starfað við fagið undanfarin 17 ár. Hún var meðal annars forvörður við Þjóðarbókhlöðu Nýja Sjálands í Wellington á árunum 2002 til 2004 en frá 2006 hefur hún starfað við sérsöfn Columbia-háskóla í New York þar sem hún annaðist forvörslu bóka og skjala af ýmsu tagi.

Vasarė Rastonis hóf störf við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 16. október 2017 og bjóðum við hana velkomna til starfa.