Skip to main content

Fréttir

Öll tvímæli um Hús íslenskunnar tekin af á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Á annað hundrað manns sóttu ársfundinn að þessu sinni. Yfirskrift fundarins var Gárur af gögnum og vísaði til þess hversu margt óvænt og frumlegt hefur þróast út frá þeim gögnum sem stofnunin varðveitir. Þegar fundargestir höfðu snætt árbít hófst dagskrá um fjölbreytilegustu efni.

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar, ávarpaði fundinn.

Guðrún Nordal forstöðumaður fór yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu 2015.

 

 

 

Þorsteinn Pálsson í pontu á ársfundi 2016.

 

Guðrún Nordal í pontu á ársfundi 2016.

 

Jóhannes, Kristján og Þorsteinn á ársfundi 2016.

 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður flutti erindi um varðveislu menningararfleifðar á stafrænu formi.

 

Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, flutti skemmtilegt erindi og lék tóndæmi sem vakti almennan hlátur hjá fundargestum.

 

Sigríður Rún, grafískur hönnuður, flutti erindi um líffærafræði leturs.

 

Vilhjálmur Þorsteinsson fjallaði um hvernig Beygingarlýsing íslensks nútímamáls hefur nýst við tvö verkefni sem hann kemur að, netskrafl og greynir.is.

 

Guðrún Ingólfsdóttir hefur um árabil rannsakað bókmenningu íslenskra kvenna frá miðöldum til 1730. Hennar erindi hét Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar.

 

Ráðherra mennta- og menningarmála ávarpaði fundinn og fór síðan í vettvangsferð með þeim fundargestum sem létu hvorki veður né tíma aftra sér frá því að skoða grunninn að Húsi íslenskunnar.

 

Bréfbátur úr dagblaði var settur á flot á drullupolli í grunninum að Húsi íslenskunnar.

Siglingin er tákn um að nú sé kominn skriður á þau áform að reisa myndarlegt hús yfir íslenska tungu og dýrgripi sem skrifaðir hafa verið á því máli frá upphafi ritald