Skip to main content

Fréttir

Orð minnar kynslóðar á Vísindavöku Rannís

Á Vísindavöku Rannís þann 28. september sl. gafst gestum sem heimsóttu bás Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kostur á að skrifa orð sinnar kynslóðar upp á töflu. Verkefnið vakti mikla athygli og komu rúmlega tvö hundruð manns við og skrifuðu orð sem þeir tengdu helst við sína jafnaldra. Þarna mátti meðal annars sjá gömul tískuorð eins og skvísa, steiktur, glætan, ýkt, hellað og mergjað, en einnig ný tískuorð eins og yeet, jess, ait (stytting á alright) og að flexa. Einn gestanna skrifaði svo seisei á töfluna „fyrir afa“. Oft fylgdu skýringar með orðunum og sköpuðust því heilmiklar umræður í kringum töfluna, m.a. um staðbundin orð eins og norðlenska áhersluorðið litl og öfga sem var á tímabili mjög vinsælt í Vestmannaeyjum.

Öll svörin:

Abakalab,

ahhaaaaa,

ait (2),

aldrei í lífinu,

andoop,

ást,

banani,

battó,

bitch,

blellaður,

bongóblíða,

bröns,

cool (4),

derra,

dinner,

djók (2),

dollan,

dúddarnir,

eðal,

eðla,

ég (2),

epalhommi,

esska (elskan),

féclagi,

flexa,

fokk,

fokk nei,

fössari (3),

gaur (2),

geðveikt (2),

geggjað (3),

gegt,

gella,

glætan (3),

godem (god damn),

grillað,

hæ (2),

háfleyg,

haha,

hax (e. hacks),

hellað,

hipp og kúl,

hláturskast,

hlunkaskór,

hrat,

hulla,

i,

iiiii,

ibba gogg,

í drasl,

já,

já marrr,

jas,

jay,

jess,

jii,

klilla (klipping),

köttari (klipping),

kræst,

kúkalabbi,

kúkur (2),

kúl (2),

laaaala,

laullari,

lingurhor,

litl,

litla dæmið,

lmao,

loftlagsbreytingar,

lol (4),

lollað,

löllari,

löns,

make-ar sense,

mamma,

ma'ur, meistari,

mergjað (3),

að morra,

mygl,

næs (4),

nei (2),

neibbs,

neije,

nett (2),

nice (3),

noice,

nú,

ojj nei,

ojj,

omg,

oof (2),

oops,

ok (5),

ókei (2),

ómægod,

pæja,

pía,

pirr,

plast,

potatoge,

pulsur,

queen,

rass,

robux,

roasta,

rósta, s

sæta,

samfó,

seisei,

sími,

sími.com,

sími.com,

sjokk (2),

skæs,

skiló,

sko,

skóli,

sksksk,

skvísa,

slæsa (pítsusneið),

smækó,

snillarnir,

snót,

speisað,

steikt (2),

steiktur,

stralli,

stuð,

stullur,

suddi,

sure,

súperdós,

töff (3),

töffinn,

tote,

v.b.v.m.m.,

vá (2),

vænt,

vatn,

víðsýni,

vírað mahr,

VR,

what,

whot!,

wow, yas (3),

yass,

yeet (5),

ýkt (4),

þeytingur,

þokkalega,

þriddari,

þriðjuháx,

þunnudagur,

þægindi,

æðisgengið,

öfga,

öh (3).