Skip to main content

Fréttir

Orð og tunga skráð í DOAJ.org

Tímaritið Orð og tunga hefur nú verið skráð í gagnagrunn DOAJ (Directory of Open Access Journals). Um 14.000 tímarit í opnum aðgangi eru nú skráð í gagnagrunninn sem stofnaður var í þeim tilgangi að tryggja aðgengi háskólafólks að vönduðum, ritrýndum fræðigreinum. Til að komast í gagnagrunn DOAJ þurfa útgefendur og ritstjórar að sýna fram á að tímaritið standist allar þær kröfur sem gerðar eru til fræðilegra tímarita, t.d. er varðar gagnsæi og frágang lýsigagna. Frekari upplýsingar um gagnagrunninn má finna á vefsíðu DOAJ.org.