Skip to main content

Fréttir

Ráðstefna orðabókafólks á Norðurlöndum stendur sem hæst

Í Öskju, einu af húsum Háskóla Íslands, hafa um 60 manns sem starfa við orðabókagerð á Norðurlöndum sameinast á ráðstefnu.

Í dag voru haldnir fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar en í hópi fyrirlesara voru Ari Páll Kristinsson og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefnunni lýkur föstudaginn 2. júní.

 

Líflegar umræður og skoðanaskipti urðu eftir fyrirlestur á fyrsta degi.

 

Askja, Háskóli Íslands.