Skip to main content

Fréttir

Ráðstefnurit EUROCALL 2023 komið út

""

Alþjóðlega ráðstefnan EUROCALL 2023 (European Association for Computer Assisted Language Learning) var haldin í Veröld – húsi Vigdísar 15.–18. ágúst síðastliðinn. Meginþema ráðstefnunnar snerist um tungumál án aðgreiningar og var framlag til Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála 2022–2032. Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, var aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar sem var samstarfsverkefni Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands.

Ráðstefnuritið, CALL for all Languages: Short Papers from EUROCALL 2023, er nú komið út. Ritið inniheldur 55 ritrýndar fræðigreinar á ensku um rannsóknir á sviði tungumálakennslu með aðstoð tölva, þ. á m. greinar um skapandi gervigreind í tengslum við kennslu íslensku sem annars máls. 

Ritið er í opnum aðgangi á netinu.