Skip to main content

Fréttir

Safnfræðsla í skólastofum á landsbyggðinni

Við afhendingu styrkja úr Samfélagssjóði Landsbankans 28. desember 2012.

 

Stofnunin hefur hlotið eina og hálfa milljón til styrktar verkefninu Handritin í skólana á landsbyggðinni. Verkefnið felst í því að færa safnfræðslu Árnastofnunar, sem annars fer fram í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu, inn í skólastofur barna og ungmenna á landsbyggðinni sem ekki hafa tök á að sækja handritasýninguna heim og njóta þar fræðslu líkt og nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Samfélagssjóður Landsbankans styrkir verkefnið um eina milljón og Samfélagssjóður Landsvirkjunar um 500 þúsund. Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista og forvarnar- og æskulýðsstarfi. Landsbankinn veitti alls tíu milljónir í samfélagsstyrki að þessu sinni.