Skip to main content

Fréttir

Samstarfsaðili Icelandic Online býr til sænskunámskeið fyrir starfsmenn bókasafna

Menningarsjóðurinn Svenska folkskolans vänner hefur gert samning við Háskólann í Helsinki um gerð sænskunámskeiða sem sérstaklega eru ætluð fyrir starfsmenn bókasafna í Finnlandi. Er þetta í fyrsta sinn sem námskeið gert að fyrirmynd Icelandic Online er lagað að þörfum ákveðinna starfsgreina. Á námskeiðinu verða finnskumælandi starfsmenn þjálfaðir í að tala sænsku við sænskumælandi gesti bókasafnanna. Icelandic Online-teymið hér á landi með Úlfar Bragason og Birnu Arnbjörnsdóttur í fararbroddi aðstoðaði við gerð fyrsta námskeiðsins en Háskólinn í Helsinki vinnur þetta núna alveg sjálfstætt og sér um námskeiðið að öllu leyti. Þegar hafa verið birt tvö námskeið sem má finna á vefsvæði verkefnisins. Námskeiðin eru ókeypis og er öllum frjálst að skrá sig. 

Vefsvæði: finlandswedishonline.fi.