Skip to main content

Fréttir

Stór styrkur í verkefni til styrktar gervigreind

Evrópska miðstöðin EuroHPC Joint Undertaking hefur veitt íslensku samstarfsverkefni sem Árnastofnun tekur þátt í styrk upp á ríflega 700 milljónir króna til að styrkja innviði fyrir gervigreind á Íslandi. Verkefnið er leitt af Almannarómi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Vísindagarða HÍ, Veðurstofu Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sérstaklega verður horft til lausna á sviði heilbrigðismála, loftslags- og umhverfisrannsókna, endurnýjanlegrar orku, framleiðslu- og verkfræði og opinberrar stjórnsýslu þar sem máltækni og íslensk tunga verða áhersluþættir sem ganga þvert á starfið. Saman munu samstarfsaðilar í verkefninu byggja upp nýja samhæfða innviði fyrir íslenska gervigreind, efla þekkingu hér á landi í þróun og þjálfun háþróaðra gervigreindarlausna og mynda betri tengsl við helstu sérfræðinga á þessu sviði innan Evrópu. 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu EuroHPC Joint Undertaking og á vefsíðu Almannaróms