Skip to main content

Fréttir

Sturla, alþjóðleg ráðstefna

Dagana 27.–29. nóvember verður haldin alþjóðleg ráðstefna i Reykjavík til heiðurs Sturlu Þórðarsyni, skáldi og sagnaritara, en í sumar voru 800 ár liðin frá fæðingu hans. Dagskráin verður mjög fjölbreytt þar sem fjallað verður um rit og skáldskap Sturlu og einnig samtíma hans á Íslandi og í Noregi. Meðal 21 fyrirlesara eru Roberta Frank, R. I. Moore og Ted Andersson. Að ráðstefnunni standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóli Íslands og Oslóarháskóli. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

 

Úr Flateyjarbók: Hákon Hákonarson Noregskonungur og Bárður jarl. Sturla Þórðarson ritaði Hákonar sögu.