Skip to main content

Fréttir

Sumarstarfsfólk Árnastofnunar

Um 50 sumarstarfsmenn og verkefnaráðnir starfsmenn verða á starfsstöðvum Árnastofnunar í sumar. Þeir eru annars vegar á vegum Vinnumálastofnunar og hins vegar Nýsköpunarsjóðs.

Verkefnin eru margvísleg og dreifast á öll svið stofnunarinnar. Störfin felast m.a. í skráningu á vatnsmerkjum í handritum, skráningu örnefna, aðstoð við kynningu á gagnagrunnum vefsins og kortlagningu á íslenskukennslu víðs vegar um heiminn svo að eitthvað mætti telja.

Við bjóðum sumarstarfsmennina velkomna til starfa.