Skip to main content

Fréttir

Sýningin Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi sett upp í Safnahúsi

Orðaforði í þrívídd

Árnastofnun opnar nýja sýningu á íslenskum orðaforða í Safnahúsinu 7. júní 2019, kl. 15.

Um er að ræða innsetningu þar sem aðalatriðið er myndbandsverk. Til grundvallar liggur íslenskur orðaforði í þrívídd eins og hann kemur fyrir í Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

Gestum sýningarinnar býðst að fylgjast með orðum og tengslum þeirra á stórum skjá í rýminu. Þar verða einnig til staðar snertiskjáir sem bjóða upp á gagnvirkni, þar sem hægt verður að skoða tengsl ákveðinna orða.

Að sýningunni hafa unnið um hríð þau Trausti Dagsson verkefnisstjóri í upplýsingatækni og Eva María Jónsdóttir kynningarstjóri stofnunarinnar. Sýningin verður í sérrými á 3. hæð Safnahússins og stendur yfir í eitt ár.

Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vefsvæðinu: http://oraviddir.arnastofnun.is/