Skip to main content

Fréttir

Teiknibókin lifnar við í Þjóðminjasafninu

Úr listasmiðjunni 23. nóvember 2013.

 

Í tilefni af Barnamenningarhátíð stendur nú yfir á Torginu sýningin Teiknibókin lifnar við. Sýningin er unnin af börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og stendur til 4. maí.

Á sýningunni getur að líta verk eftir nemendur á aldrinum 4-12 ára úr barna- og unglingadeild skólans. Verkin eru öll  unnin út frá Íslensku teiknibókinni sem er einstætt handrit úr safni Árna Magnússonar, en í henni eru teikningar sem listamenn fyrri alda notuðu sem fyrirmyndir. Talið er að teikningarnar í teiknibókinni séu eftir fjóra teiknara sem voru uppi á tímabilinu 1330-1500. Á síðasta ári kom út bók eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur listfræðing um efnið.

Teikningar Íslensku teiknibókarinnar lifna við í meðförum barnanna en þau hafa gert þrívíddarskúlptúra, skuggateikningar, leirstyttur, grafíkverk og hreyfimyndir sem byggja á teikningunum.