Skip to main content

Fréttir

Þeir sem vinna við þjóðlagasöfn og þjóðlagarannsóknir hittast

 

Árlegur fundur NoFF (Nordisk Forum for Folkmusikforskning og Dokumentation) er haldinn 10.–11. október á stofnuninni.

Þáttakendur er frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Færeyjum, auk Íslands.

Á fundinum er fjallað um íslenska rímnahefð og þjóðlagasöfnun auk þess sem hluti fundarins er helgaður skandinavískum sagnadönsum.

Rósa Þorsteinsdóttir fulltrúi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir mjög gagnlegt að fólk frá ólíkum löndum mætist til að bera saman bækur sínar um störf á þjóðfræðisöfnum.

Fundarmenn hlusta saman á upptökur af þjóðlagaefni. Danski þjóðlagafræðingurinn Svend Nielsen sagði frá rannsóknum á 10 íslenskum kvæðamönnum og þar vakti Þórður Guðbjartsson mikla athygli fyrir að spinna óvenjumikið í kvæðalögum sínum.

Hér má hlusta á Þórð spinna.