Skip to main content

Fréttir

Tímaritið Orð og tunga í rafrænni útgáfu

Tímarit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Orð og tunga, er nú gefið út rafrænt samhliða prentaðri útgáfu. Síðustu fimm árgangar eru nú þegar aðgengilegir á nýrri vefsíðu tímaritsins og von er á fleirum á næstu vikum. Tímaritið hefur komið út frá árinu 1988 og á vefsíðunni má því nálgast fjölmargar áhugaverðar greinar um t.d. orðfræði, nafnfræði, íðorðafræði, orðabókafræði, málræktarfræði og rannsóknir á málstefnu. Nýja vefsíðan auðveldar aðgengi notenda að því efni sem birst hefur í tímaritinu og gerir höfundum og notendum kleift að koma greinum á framfæri, t.d. með beinum tenglum. Ritstjóri Orðs og tungu er Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent á orðfræðisviði.

Hér má sjá rafrænu útgáfuna.