Skip to main content

Fréttir

Upptaka af fyrirlestri Halldóru Kristinsdóttur: „Ónýtt“ í erlendu safni

Síða úr handriti Jónsbókar sem er varðveitt hjá John Rylands Research Institute and Library.
Síða úr handriti Jónsbókar sem er varðveitt hjá John Rylands Research Institute and Library.
Handrit.is

Hér er hægt að hlusta á fyrirlestur sem Halldóra Kristinsdóttir, sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, flutti í Eddu 13. janúar síðastliðinn í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.

Efni fyrirlestrarins

Á sýningunni Heimur í orðum er nú til sýnis agnarsmátt skinnhandrit sem varðveitt er í háskólabókasafninu í Manchester, John Rylands Research Institute and Library.  Handritið er eitt fimm íslenskra handrita sem þar eru. Nýlega hófu Rylands-safnið og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn samstarf um að skrá, mynda og rannsaka handritin fimm.

Í fyrirlestrinum er sagt frá samstarfinu, fjallað um handritin fimm og hvað olli því að þau eru varðveitt í Rylands-safninu. Einkum er sjónum beint að einu þessara handrita, Jónsbók sem skrifuð var á 17. öld. Samstarf safnanna hefur leitt í ljós sterk tengsl handritsins við handrit sem varðveitt er í handritasafni Landsbókasafns og verða þessi tengsl og áhugaverð saga handritanna rakin.