Skip to main content

Fréttir

Upptaka af fyrirlestri Svanhildar Óskarsdóttur: Frá Breiðafirði til Lancashire

Codex Lindesianus
Codex Lindesianus.
SSJ

Hér er hægt að hlusta á fyrirlestur sem Svanhildur Óskarsdóttir flutti í Eddu 25. nóvember í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.

Efni fyrirlestrarins

Um þessar mundir má finna sjaldséða gersemi á sýningunni Heimur í orðum. Codex Lindesianus verður á sýningunni frá 11. nóvember 2025 til 10. maí 2026. 

Hér er um að ræða agnarlítið handrit frá 15. öld sem Árni Magnússon fékk í Flatey á Breiðafirði og fór með til Kaupmannahafnar.

Af ókunnum orsökum hvarf það úr safni hans, komst í eigu þýsks bókasafnara en var síðan selt á uppboði í Lundúnum árið 1870 og prýddi um hríð einkabókasafn jarlsins af Crawford í Haigh Hall í Lancashire.

Í fyrirlestrinum er fjallað um handritið, efni þess og sögu.