Skip to main content

Fréttir

Útgáfuhátíð 2017.is er í dag

Þann 31. október verða 500 ár liðin frá því að Marteinn Lúther hratt af stað víðtækri þróun á sviði trúar, kirkju, samfélags og menningar í norðanverðri Evrópu með því að birta mótmælagreinarnar 95. Í tilefni af þessum tímamótum stendur rannsóknarverkefnið 2017.is fyrir útgáfu á greinasafni eftir íslenskt háskólafólk. Þess er að vænta að greinarnar varpi nýju ljósi á ýmsa fleti lútherskrar menningar á Íslandi í sögu og samtíð. Greinarnar eru ritrýndar og þeim fylgja ítarlegar heimildaskrár.

Heiti greinasafnsins: Áhrif Lúthers. Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár.

Ritstjórar: Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir.

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.

Staður: Fundarsalur í Veröld – Húsi Vigdísar

Tími: þriðjudagurinn 31. október n.k., kl. 16-18.

Dagskrá útgáfuhátíðar:

Guðmundur Hálfdanarson, prófessor og sviðsforseti Hugvísindasviðs, fjallar um áhrif Lúthers á íslenskt samfélag í ljósi greinasafnsins.
Tónlistaratriði.
Veitingar að dagskrá lokinni.

Útgáfuhátíðin er öllum opin.