Skip to main content

Fréttir

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís

Bókahillur. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2013. Úthlutað var um 416 milljónum króna. 236 umsóknir bárust í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 65 þeirra styrktar. Tvö verkefni sem unnin verða í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu styrk.

  • Erika Sigurdson fékk nýdoktorastyrk, en hún mun hafa aðstöðu á Árnastofnun. Verkefnið heitir: „Administrative literacy in Iceland, 1269-1450.“
  • Höskuldur Þráinsson: „Heritage language, linguistic change and cultural identity.“ Samstarfsmenn eru Birna Arnbjörnsdóttir, Kristján Árnaston, Matthew James Whelpton, Désirée Louise Nejmann, Úlfar Bragason og Ásta Svavarsdóttir.

Nánari upplýsingar um úthlutunina má fá á vef Rannís.